Spurt og svarað

Hver er munurinn á Ráðningarþjónustu og Starfsmannaleigu?


Ráðningarþjónusta finnur og ræður starfsmann beint til þjónustukaupanda fyrir einskiptisgjald. Starfsmaðurinn er frá 1.sta degi starfsmaður þjónustukaupanda. Starfsmannaleigur leigja starfsmenn til þjónustukaupanda og þeir eru starfsmenn starfsmannaleigunnar ekki þjónustukaupanda.
Takið þið gjald frá umsækjendum?


Nei við tökum ekkert gjald hvorki hérlendis eða erlendis.
Í hvaða löndum er hægt að nýta ráðningarþjónustu ykkar?


Við einbeitum okkur að Skandinavíu og Evrópu.
Getið þið ráðið í bæði skemmri- og lengri tíma ?


Við ráðum í bæði skemmri- og lengri tíma. Það er í raun bara útfærslu atriði sem við sérsníðum með þjónustukaupanda.
Í hvers konar stöður ráðið þið ?


Við einbeitum okkur að ráðningum á "hinum vinnandi manni" (blue collar jobs ) t.d. sjávarútvegur, byggingariðnaður, suðumenn, meiraprófsbílstjórar ,vélamenn, framleiðslustörf, hótel- og veitingargeirann o.s.frv.
Hvað ef starfsmaður uppfyllir ekki hæfnisskilyrði ?


Við tökum ábyrgð á okkar ráðningum og endurráðum að kostnaðarlausu innan 3 mánaða.
Sakaskrá og sannreyna skírteini?


Við getum athugað með sakaskrá hjá umsækjendum og sannreynt skírteini áður en þeir koma hingað til lands. Eins aðstoðum við með að fá atvinnuskírteini viðurkennt á Íslandi.